Lyklaklár gæðahús á góðu verði
Modularhús flytur inn lyklaklár hús á viðráðanlegum verðum sem mætir öllum íslenskum stöðlum. Við bjóðum uppá góða og örugga þjónustu og leggjum okkur fram við að virða óskir viðskiptavinarins. Möguleikarnir eru fjölmargir bæði í stærðum, húsgerðum og frágangi. Við erum með sýningarhús sem hægt er að skoða og kynna sér gæði og stíl.
Húsin eru lyklaklár heilsárs modularhús sem þýðir að þau koma fullbúin í einingum tilbúin til notkunar. Þau eru framleidd innandyra við góð skilyrði. Húsin eru vistvæn viðarhús og framleidd úr bestu fáanlegum hráefnum.
Hægt er að fá húsin afhent fullbúin með öllum helstu tækjum og innbúi.
Húsin sem er í boði eru frá 17fm í 130fm og allt þar á milli. Einnig er hægt að panta ýmsar aðrar lausnir. Húsin geta verið með 1 til 3 svefnherbergjum, fullbúnu baðherbergi, tilbúið undir eldhús og stofu. Undirstöður fyrir húsin geta verið forsteyptir staurar, heilsteyptir sökklar eða sökkuleiningar. Afhendingartími fyrir húsin til landsins er um 8-12 vikur.
Minni húsin koma í heilum einingum til landsins en stærri (frá 50m2) í tveimur. Model 130 er í þremur einingum. Þetta eru viðarhús sem gera þau að einstaklega traustum húsum. Hönnun húsana er þannig að hvert rými er nýtt til fulls, sem gerir húsin einstaklega rúmgóð. Stórir gluggar sem hleypa góðri birtu inn og gefur gott útsýni. Í húsunum er þrefalt gler sem veitir góða einangrun og eru húsin með viðar og járnklæðningu að utan sem gerir þau nánast viðhaldsfrí.
Þetta eru glæsileg hús sem bjóða upp á mikla möguleika.